Tilgangur Doulusamtaka Íslands er að:
- Efla stétt doula og gæta hagsmuna þeirra.
- Efla áhuga doula að öllu sem að starfi þeirra lýtur.
- Standa vörð um ímynd og sjálfstæði fags og stéttar.
- Taka þátt í stefnumótandi starfi fyrir doulum sem hópi út á við.
- Hvetja doulur til þess að viðhalda hæfni sinni og auka þekkingu.
- Tryggja að doulur missi ekki sjónar af tilgangi sínum; að styðja við konur í fæðingarferlinu og vera málsvari þeirra.
- Tryggja aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum um doulur.
- Auka aðgengi almennings um doulur og starfsemi þeirra.
- Stuðla að bættri þjónustu við konur í barneignarferli.