Siðareglur Doulusamtaka Íslands
Doulusamtök Íslands eru meðlimur í Evrópsku Doulusamtökunum EDN og starfa einnig undir siðareglum þeirra.
The European Doula Network (EDN) var stofnað árið 2011. Tilgangurinn með stofnuninni er að styrkja tengslanet doula um alla Evrópu auk þess að deila sameiginlegum siðareglum.
Doula veitir foreldrum og fjölskyldum stuðning bæði á meðgöngu, í fæðingu sem og nýbökuðum foreldrum.
Aðilar samtakanna, leiðbeinendur og aðrir félagar í EDN samþykkja eftirfarandi skilgreiningu á hlutverki og siðareglum doula:
- Doula veitir verðandi og nýjum foreldrum stuðning og fræðslu á jafningjagrundvelli og styður foreldra í sínu hlutverki.
- Doula styður upplýst val og upplýst samþykki foreldra en stýrir ekki ákvarðatöku þeirra.
- Doula tekur aldrei að sér klínískt hlutverk eða klíníska ábyrgð. Það felur í sér að doula er ekki viðstödd fæðingar án heilbrigðisstarfsfólks.
- Doula gætir trúnaðar um öll þau mál sem henni berast frá fjölskyldum. Undantekning frá því er ef notandi er sjálfum sér og öðrum hættulegur eða lög um velferð krefjast slíks. Í þeim tilfellum skal vísa máli til réttra fagaðila.
- Doulur veita aðeins þá þjónustu sem þær hafa þekkingu og menntun til og bera ábyrgð á því að uppfæra og viðhalda eigin menntun í þágu fjölskyldna.
- Doulur skulu ekki stofna til kynferðissambands við þau sem til þeirra leita.
- Doulur skulu ekki vera undir áhrifum áfengis eða annarra hugbreytandi efna við störf sín.
- Doulur gæta þess að störf þeirra rýri ekki álit almennings og fagálit heldur vinni að því að skapa faginu traust.
- Meðlimir í Doulufélaginu gæta þess að eiga í góðum og traustum samskiptum við félagsfólk og aðrar fagstéttir.
- Gerist félagi DSÍ brotleg í starfi er hægt að vísa máli til stjórnar DSÍ sem útnefnir fagráð sem skilar skriflegu áliti og metur hvort frekari aðgerða sé þörf. Stjórn DSÍ getur áminnt félagsfólk og/eða vísað úr félaginu vegna brota við siðareglur.
Doulusamtök Íslands eru meðlimur í Evrópsku Doulusamtökunum EDN og starfa einnig undir siðareglum þeirra.
The European Doula Network (EDN) var stofnað árið 2011. Tilgangurinn með stofnuninni er að styrkja tengslanet doula um alla Evrópu auk þess að deila sameiginlegum siðareglum.
Doula veitir foreldrum og fjölskyldum stuðning bæði á meðgöngu, í fæðingu sem og nýbökuðum foreldrum.
Aðilar samtakanna, leiðbeinendur og aðrir félagar í EDN samþykkja eftirfarandi skilgreiningu á hlutverki og siðareglum doula:
- Doula veitir foreldrum og fjölskyldu þeirra tilfinningalegan og hagnýtan stuðning.
- Doula veitir ekki læknisfræðileg ráð, gerir ekki læknisfræðilegar greiningar eða sinnir öðrum verkefnum sem eru í höndum heilbrigðisstarfsmanna.
- Doula styður bæði upplýst val og upplýst samþykki foreldra en kemur ekki í veg fyrir ákvarðanatöku þeirra.
- Doula starfar heiðarlega með gagnsæi, tilliti til eigin reynslu, færni og innan marka starfssviðs síns.
- Doula virðir friðhelgi viðskiptavina sinna og heldur öllum upplýsingum sem aflaðar eru, í trúnaði.
- Doula kemur fram við foreldra, fjölskyldu þeirra og annað fagfólk af virðingu og kurteisi.
- Doula tekur þátt í áframhaldandi persónulegri og faglegri þróun innan fagsins.
- Doula leggur sitt af mörkum bæði í sínu samfélagi og samfélögum utan þess.