Tilgangur félagsins
Tilgangur félagsins er að efla stétt doula og gæta hagsmuna þeirra. Félagið vill efla áhuga doula að öllu sem að starfi þeirra lýtur og standa vörð um ímynd og sjálfstæði fags og stéttar. Félagið tekur þátt í stefnumótandi starfi fyrir doulur sem hópi út á við og hvetur doulur til þess að viðhalda hæfni sinni og auka þekkingu sína á faginu. Félagið vill tryggja að doulur missi ekki sjónar af tilgangi sínum og styðji við konur og fjölskyldur þeirra í barneignarferlinu og sé málsvari þeirra. Félagið skal tryggja aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum um doulur og auka aðgengi almennings að doulum og starfsemi þeirra. Félagið stuðlar að bættri þjónustu við konur í barneignarferli.