DOULUR Á ÍSLANDI
  • Heim
  • Doula
    • Hvað gerir doula
    • Ávinningur doulu
    • Fyrir hitt foreldrið
  • Fróðleikur
    • Evidence Based Birth
    • Erlendar rannsóknir
    • Íslenskar rannsóknir
  • Finna Doulu
    • Doulur >
      • Dagný Erla
      • Guðrún
      • Guðný Rós
      • Salbjörg
      • Soffía
    • Doulunemar >
      • Agla Rún
      • Alexandra
      • Berglind Ólafsdóttir
      • Halla Vigdís
      • Indíana Rós
      • Mariia Kryzhanovska
      • Mie Thousing
      • Saga Karitas
  • Samtökin
    • Um samtökin
    • Tilgangur félagsins
    • Siðareglur
  • Hafa samband

Saga Karitas

Saga Karitas heiti ég og er doulunemi og ég byrjaði í náminu í ágúst árið 2025. Ég er 27 ára og hef alla mína ævi átt heima í Laugardalnum. Ég er í Uppeldis- og menntunarfræði í Háskóla Íslands og hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum barna og í dag hef ég einstaklega mikinn áhuga á tengslamyndun foreldra og barna. Draumurinn var einu sinni að verða ljósmóðir en það virtist aldrei vera það rétta, ég fór svo í jógakennaranám árið 2021 og önnur tvö nokkru seinna, ásamt tveimur hugleiðslunámum. Þaðan kom kannski þessi andlega vitund, að fylgja innsæinu sínu og að hlusta á hjartað en það leiddi mig hingað.
Sjálf hef ég ekki eignast barn og veit þess vegna ekki hvernig upplifunin er nákvæmlega en ég veit svo sannarlega hve mikilvægt það er að líða vel, að vera örugg og að treysta sjálfri mér í aðstæðum sem ég þekki ekki. Það er það sem skiptir mig mestu máli í hlutverki doulu, að hjálpa fjölskyldunni að líða vel og að mæta þeim þar. Mannleg og einlæg samskipti eru mitt uppáhald og eitthvað sem mér þykir svo vænt um en það er svo stór partur af doulu hlutverkinu sem ég er mjög spennt fyrir. Að leiðbeina verðandi foreldrum í átt að sínu eigin hjarta, að hlusta á eigið innsæi og gefa þeim styrk til þess að mæta sjálfum sér, hvort öðru og nýja barninu sínu á þeim forsendum.

Hlýjar kveðjur, 
Saga Karitas 

Picture
Proudly powered by Weebly
  • Heim
  • Doula
    • Hvað gerir doula
    • Ávinningur doulu
    • Fyrir hitt foreldrið
  • Fróðleikur
    • Evidence Based Birth
    • Erlendar rannsóknir
    • Íslenskar rannsóknir
  • Finna Doulu
    • Doulur >
      • Dagný Erla
      • Guðrún
      • Guðný Rós
      • Salbjörg
      • Soffía
    • Doulunemar >
      • Agla Rún
      • Alexandra
      • Berglind Ólafsdóttir
      • Halla Vigdís
      • Indíana Rós
      • Mariia Kryzhanovska
      • Mie Thousing
      • Saga Karitas
  • Samtökin
    • Um samtökin
    • Tilgangur félagsins
    • Siðareglur
  • Hafa samband