Hingað til hafa einungis verið gerðar tvær rannsóknir á Íslandi er fjalla um doulur. Sú fyrri var gerð árið 2009 af Hrafnhildi Margréti Bridde og bar heitið "Dúlur: áskorun eða ógnun við ljósmæður?". Um var að ræða lokaverkefni til kandídatsprófs í ljósmóðurfræði en tilgangur ritgerðarinnar var að gera fræðilega úttekt á hlutverki doulna, áhrifum þeirra á fæðingar og upplifun kvenna. Hrafnhildur tók viðtöl við douluna Eydísi Hentze og tvo skjólstæðinga hennar en fræðilega úttektin hennar sýndi að doulur minnki inngripa- og keisaratíðni, stytti fæðingar og fækki vökudeildarinnlögnum, sér í lagi ef doulan er ekki stofnanabundin, samfelldi stuðningurinn hefst snemma og konan er félagslega illa stödd. Þá reyndist fæðingarreynsla kvenna sem njóta aðstoðar doulu góð. Ritgerðin er aðgengileg á Skemmunni og má finna í heild sinni hér.
Seinni rannsóknin var gerð árið 2017 af Magneu Steiney Þórðardóttur en hún heitir "Dúlur og félagsráðgjöf - Hún var svona manneskjan mín" og var lokaverkefni til MA gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort og þá hvernig doulur tengjast félagsráðgjöf og hvort að hægt sé að nota doulur sem félagslegt úrræði. Magnea tók viðtöl við fimm mæður sem allar höfðu verið með doulu í sínu fæðingarferli en einnig tók hún viðtal við starfandi félagsráðgjafa á kvennadeild Landspítalans til þess að kanna hennar viðhorf til þjónustunnar.
Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að félagsráðgjafar eru í lykilstöðu til þess að auka vitneskju almennings á doulum, að vísa barnshafandi konum sem þurfa á auknum stuðningi að halda á doulur og að aðstoða þær konur sem ekki hafa tök á því að greiða fyrir þjónustuna. Einnig leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að dúlur gætu verið gagnleg viðbót við úrræði líkt og „Stuðningurinn heim“, þar sem barnshafandi konum og fjölskyldum þeirra er veittur samfelldur stuðningur, fyrir og eftir fæðingu barns. Upplifun mæðra af því að vera með doulu í fæðingarferlinu var samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar mjög góð. Rannsóknin í heild sinni verður aðgengileg í febrúar 2018 en útdrátt og frekari upplýsingar um hana má sjá hér.
Seinni rannsóknin var gerð árið 2017 af Magneu Steiney Þórðardóttur en hún heitir "Dúlur og félagsráðgjöf - Hún var svona manneskjan mín" og var lokaverkefni til MA gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort og þá hvernig doulur tengjast félagsráðgjöf og hvort að hægt sé að nota doulur sem félagslegt úrræði. Magnea tók viðtöl við fimm mæður sem allar höfðu verið með doulu í sínu fæðingarferli en einnig tók hún viðtal við starfandi félagsráðgjafa á kvennadeild Landspítalans til þess að kanna hennar viðhorf til þjónustunnar.
Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að félagsráðgjafar eru í lykilstöðu til þess að auka vitneskju almennings á doulum, að vísa barnshafandi konum sem þurfa á auknum stuðningi að halda á doulur og að aðstoða þær konur sem ekki hafa tök á því að greiða fyrir þjónustuna. Einnig leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að dúlur gætu verið gagnleg viðbót við úrræði líkt og „Stuðningurinn heim“, þar sem barnshafandi konum og fjölskyldum þeirra er veittur samfelldur stuðningur, fyrir og eftir fæðingu barns. Upplifun mæðra af því að vera með doulu í fæðingarferlinu var samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar mjög góð. Rannsóknin í heild sinni verður aðgengileg í febrúar 2018 en útdrátt og frekari upplýsingar um hana má sjá hér.