Makar og doulur
Báðir foreldrar hagnast á því að hafa doulu með sér í fæðingarferlinu.
Doula veitir báðum foreldrum stuðning og kemur aldrei í staðinn fyrir hitt foreldrið eða tekur yfir hans hlutverk. Þvert á móti getur verðandi foreldri einbeitt sér enn betur að móður og ófæddu barni sínu með doulu sér við hlið.
Það er af sem áður var að feður komu lítið sem ekkert að meðgöngu- og fæðingarferlinu. Flestir feður eru virkir þátttakendur í ferlinu alveg frá byrjun. Faðir er frá upphafi aðal stuðningsmanneskja móður og ást hans, hlýja og stuðningur er ómetanlegur. Enda eru tilfinningaleg tengsl verðandi foreldra einstök og barnsvonin bindur þau órjúfanlegum böndum. Enginn getur tekið stað hans.
Verðandi foreldri er ekki bara stuðningsaðili móður í ferlinu. Viðkomandi á von á barni sjálf/ur og er þátttakandi sem fulltrúi síns sjálfs, það er foreldri barnsins. Verðandi foreldri gegnir því í raun tveimur stórum hlutverkum, hann á von á barni og er á svæðinu til þess að taka á móti því og líka til þess að styðja og styrkja móður.
Hitt foreldrið þarf líka stuðning og undirbúningur þess er ekki síst mikilvægur.
Doula styrkir stöðu foreldra í fæðingunni og léttir pressunni af þeim. Hún getur bent foreldrinu á leiðir til þess að styðja konu sína líkamlega og hjálpað því að einbeita sér að fullu að móðurinni. Sumir kjósa frekar að sýna móður stuðning en doula sér þá um að veita móður líkamlegan stuðning t.d. með nuddi.
Doula er á staðnum allan tímann, sé þess óskað, og því getur hitt foreldrið farið áhyggjulaust og fengið sér að borða eða á klósettið án þess að hafa áhyggjur af því að skilja við konu sína. Fæðingar geta verið langar og krefjandi og því gott að hafa einhvern á staðnum sem er tilbúin að deila þunganum og þekkir til óska og væntinga verðandi foreldra.
Rannsóknir sýna að hitt foreldrið er almennt mjög ánægt þegar stuðningur doulu er fyrir hendi. Það upplifir sig afslappaðra og betur undirbúið, auk þess sem tengslamyndun gengur betur og samskipti foreldra líka eftir að barn er komið heim.
Doula snýst í kringum verðandi foreldra og gerir það sem þarf að gera. Hún er til staðar ef á þarf að halda en man vel og virðir hve heilög þessi stund er fyrir fjölskylduna.
Auk þessa er alltaf hægt að leita til doulunnar með spurningar og vangaveltur. Hún var á staðnum og deilir reynslunni með foreldrunum og hjálpar þeim að vinna úr fæðingarferlinu.
Heimildir: dona.org og doula.com
Doula veitir báðum foreldrum stuðning og kemur aldrei í staðinn fyrir hitt foreldrið eða tekur yfir hans hlutverk. Þvert á móti getur verðandi foreldri einbeitt sér enn betur að móður og ófæddu barni sínu með doulu sér við hlið.
Það er af sem áður var að feður komu lítið sem ekkert að meðgöngu- og fæðingarferlinu. Flestir feður eru virkir þátttakendur í ferlinu alveg frá byrjun. Faðir er frá upphafi aðal stuðningsmanneskja móður og ást hans, hlýja og stuðningur er ómetanlegur. Enda eru tilfinningaleg tengsl verðandi foreldra einstök og barnsvonin bindur þau órjúfanlegum böndum. Enginn getur tekið stað hans.
Verðandi foreldri er ekki bara stuðningsaðili móður í ferlinu. Viðkomandi á von á barni sjálf/ur og er þátttakandi sem fulltrúi síns sjálfs, það er foreldri barnsins. Verðandi foreldri gegnir því í raun tveimur stórum hlutverkum, hann á von á barni og er á svæðinu til þess að taka á móti því og líka til þess að styðja og styrkja móður.
Hitt foreldrið þarf líka stuðning og undirbúningur þess er ekki síst mikilvægur.
Doula styrkir stöðu foreldra í fæðingunni og léttir pressunni af þeim. Hún getur bent foreldrinu á leiðir til þess að styðja konu sína líkamlega og hjálpað því að einbeita sér að fullu að móðurinni. Sumir kjósa frekar að sýna móður stuðning en doula sér þá um að veita móður líkamlegan stuðning t.d. með nuddi.
Doula er á staðnum allan tímann, sé þess óskað, og því getur hitt foreldrið farið áhyggjulaust og fengið sér að borða eða á klósettið án þess að hafa áhyggjur af því að skilja við konu sína. Fæðingar geta verið langar og krefjandi og því gott að hafa einhvern á staðnum sem er tilbúin að deila þunganum og þekkir til óska og væntinga verðandi foreldra.
Rannsóknir sýna að hitt foreldrið er almennt mjög ánægt þegar stuðningur doulu er fyrir hendi. Það upplifir sig afslappaðra og betur undirbúið, auk þess sem tengslamyndun gengur betur og samskipti foreldra líka eftir að barn er komið heim.
Doula snýst í kringum verðandi foreldra og gerir það sem þarf að gera. Hún er til staðar ef á þarf að halda en man vel og virðir hve heilög þessi stund er fyrir fjölskylduna.
Auk þessa er alltaf hægt að leita til doulunnar með spurningar og vangaveltur. Hún var á staðnum og deilir reynslunni með foreldrunum og hjálpar þeim að vinna úr fæðingarferlinu.
Heimildir: dona.org og doula.com