Evidence Based Birth (EBB) er heimasíða sem hefur það markmið að setja niðurstöður þeirra rannsókna sem snúa að meðgöngu og fæðingu upp á einfaldan hátt og að gera þær aðgengilegar fyrir alla. Rebecca Dekker, stofnandi Evidence Based Birth, einsetti sér það árið 2012 að búa til vettvang þar sem nýjar og gagnreyndar niðurstöður yrðu settar fram á hlutlausan hátt.
Á síðunni má finna margvíslegan fróðleik um margt sem tengist meðgöngu, fæðingu og umönnun nýbura eins og settan fæðingardag, stellingar í fæðingu, vatnsfæðingu og fleira.
Í ágúst 2017 uppfærði Evidence Based Birth upplýsingarnar sínar um doulur en þar kemur meðal annars fram að samfelldur stuðningur er grundvallar þáttur í fæðingum og einn sá mikilvægasti þegar kemur að því að bæta fæðingarreynslu foreldra. Bent er á að rannsóknir sýna að samfelldur stuðningur sé verulega gagnlegur og hafi engin neikvæð áhrif. Í sumum tilfellum veita aðrir aðilar samfelldan stuðning eins og til dæmis vinir, fjölskyldumeðlimir, hjúkrunarfræðingar eða ljósmæður en rannsóknir benda til þess að doulur skili meiri árangri en aðrir stuðningsaðilar. Í starfi sínu styðja doulur við foreldra á fjóra vegu en þeir eru líkamlegur stuðningur, andlegur stuðningur, stuðningur í formi upplýsinga og með því að vera málsvari foreldra. Þess vegna ætti samkvæmt EBB að líta á doulur sem mikilvæga og gagnreynda meðlimi í fæðingarteyminu.
Greinina í heild sinni má finna hér.
Á síðunni má finna margvíslegan fróðleik um margt sem tengist meðgöngu, fæðingu og umönnun nýbura eins og settan fæðingardag, stellingar í fæðingu, vatnsfæðingu og fleira.
Í ágúst 2017 uppfærði Evidence Based Birth upplýsingarnar sínar um doulur en þar kemur meðal annars fram að samfelldur stuðningur er grundvallar þáttur í fæðingum og einn sá mikilvægasti þegar kemur að því að bæta fæðingarreynslu foreldra. Bent er á að rannsóknir sýna að samfelldur stuðningur sé verulega gagnlegur og hafi engin neikvæð áhrif. Í sumum tilfellum veita aðrir aðilar samfelldan stuðning eins og til dæmis vinir, fjölskyldumeðlimir, hjúkrunarfræðingar eða ljósmæður en rannsóknir benda til þess að doulur skili meiri árangri en aðrir stuðningsaðilar. Í starfi sínu styðja doulur við foreldra á fjóra vegu en þeir eru líkamlegur stuðningur, andlegur stuðningur, stuðningur í formi upplýsinga og með því að vera málsvari foreldra. Þess vegna ætti samkvæmt EBB að líta á doulur sem mikilvæga og gagnreynda meðlimi í fæðingarteyminu.
Greinina í heild sinni má finna hér.