Árið 2017 voru niðurstöður 27 rannsókna frá 17 löndum með samtals tæplega 16.000 þátttakendum greindar og bornar saman í rannsókn á vegum Cochrane gagnagrunnsins sem heldur úti kerfisbundnum yfirlitsrannsóknum í heilbrigðisþjónustu (e. systematic review in health care). Rannsóknirnar áttu það sameiginlegt að bera samfelldan, einstaklingsbundinn stuðning saman við hefðbundna þjónustu hjá fæðandi konum. Samfelldi stuðningurinn í þessum rannsóknum var ýmist veittur af ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, doulum eða einstaklingum sem mæðurnar höfðu persónuleg tengsl við. Niðurstöður samantektarrannsóknarinnar voru á þá leið að þær konur sem höfðu fengið samfelldan, einstaklingsbundinn stuðning voru marktækt líklegri til þess að fæða í gegnum leggöng án utanaðkomandi áhrifa, voru ólíklegri til þess að upplifa neikvæðar tilfinningar gagnvart fæðingunni og ólíklegri til þess að nota deyfilyf í fæðingunni. Þar að auki tóku fæðingarnar að meðaltali styttri tíma, konurnar voru ólíklegri til þess að gangast undir keisaraskurð, áhöld á borð við tangir og sogklukkur voru síður notuð, færri mænurótardeyfingar voru lagðar og minni líkur voru á lágu Apgar stigi hjá barninu (Bohren, Hofmeyr, Sakala, Fukuzawa og Cuthbert, 2017). Apgar stig eru fengin með prófum sem eru framkvæmd fljótlega eftir fæðingu barns og mæla vellíðan þess með tilliti til hjartsláttar, öndunar, blóðflæðis og taugasvörunar. Flest börn fá sjö eða hærri Apgar stig á prófinu en tíu er hámarkið (Kitzinger, 1996).
Vísbendingar um minni líkur á fæðingarþunglyndi voru einnig til staðar, þó að ekki hafi verið hægt að sýna fram á það með marktækum hætti, sökum þess hversu ólíkar rannsóknirnar voru sem höfðu verið gerðar á viðfangsefninu. Samfelldi, einstaklingsbundni stuðningurinn hafði ekki áhrif á það hvort að barnið þyrfti að fara á vökudeild eða ekki, ásamt því að enginn munur fannst á hópunum tveimur þegar kom að brjóstagjöf við átta vikna aldur barnsins. Þess má geta að engin neikvæð áhrif vegna samfellda stuðningsins voru fundin (Bohren o.fl., 2017).
Hægt er að nálgast Cochrane rannsóknina hér.
Heimildir:
Bohren, M. A., Hofmeyr, G. J., Sakala, C., Fukuzawa, R. K. og Cuthbert, A. (2017). Continuous Support for Women During Childbirth. Cochrane Database of Systematic Reviews (7). doi:10.1002/14651858.CD003766.pub6
Kitzinger, S. (1996). The Comlete Book of Pregnancy and Childbirth. Bandaríkin: Alfred A. Knopf.
Vísbendingar um minni líkur á fæðingarþunglyndi voru einnig til staðar, þó að ekki hafi verið hægt að sýna fram á það með marktækum hætti, sökum þess hversu ólíkar rannsóknirnar voru sem höfðu verið gerðar á viðfangsefninu. Samfelldi, einstaklingsbundni stuðningurinn hafði ekki áhrif á það hvort að barnið þyrfti að fara á vökudeild eða ekki, ásamt því að enginn munur fannst á hópunum tveimur þegar kom að brjóstagjöf við átta vikna aldur barnsins. Þess má geta að engin neikvæð áhrif vegna samfellda stuðningsins voru fundin (Bohren o.fl., 2017).
Hægt er að nálgast Cochrane rannsóknina hér.
Heimildir:
Bohren, M. A., Hofmeyr, G. J., Sakala, C., Fukuzawa, R. K. og Cuthbert, A. (2017). Continuous Support for Women During Childbirth. Cochrane Database of Systematic Reviews (7). doi:10.1002/14651858.CD003766.pub6
Kitzinger, S. (1996). The Comlete Book of Pregnancy and Childbirth. Bandaríkin: Alfred A. Knopf.